Print Friendly, PDF & Email

Þessi uppskrift er úr 2 gæsalifrum sem er hæfilegt til að útbúa paté sem dugar fyrir 4-6 með smá brauði í forrétt eða á hlaðborð.
Í staðinn fyrir blóðberg getur þú notað þurrkað timian.

Gæsalifrarpaté

  • 2 gæsalifrar
  • 3 msk smjör
  • 1 msk hvítvín
  • 1/2 skallottulaukur, fínsaxaður
  • 1/2-1 tsk blóðberg, þurrkað
  • 4 msk rjómi
  • salt og pipar

Undirbúningur: 5 mínútur

Eldunartími: 10 mínútur

Byrjaðu á að hreinsa lifrarnar af fitu og himnum. Skerðu í bita.

Fínsaxaðu skallottulaukinn.

Settu smjörið á pönnuna og steiktu skallottulaukinn og blóðbergið þar til laukurinn fer að mýkjast, í 2-3 mínútur.

Bættu nú lifrinni í pönnuna, ryddaðu með salti og nýmöluðum svörtum pipar og steiktu í 4-5 mínútur. Veltu lifrinni vel svo hún steikist jafnt.

Settu 1 msk hvítvín eða þurrt sherrí út í pönnuna og láttu sjóða niður, náðu öllu úr botni og hliðum pönnunnar á meðan.

Láttu allt úr pönnunni í matvinnsluvél og blandaðu þar til áferðin er orðin góð, bættu rjómanum hægt saman við.

Helltu í lítið form/skál/krukku og láttu kólna inni í ísskáp í um 3-4 klst áður en borið fram.
Geymist í ísskáp í 4-6 daga í loftþéttri krukku eða undir plastfilmu.

Berðu fram með kexi eða góðu brauði, berjachutney eða bláberjasultu.

Með patéinu smellpassar að drekka Tommasi Le Prunée Merlot.