IMG_1579
Print Friendly

Þú getur bæði grillað eða ofnsteikt fiskinn, eða hreinlega bundið hann með sláturgarni saman og smjörsteikt á pönnu.

Fylltur silungur fyrir 2

 • 2ja punda silungur
 • 3 msk smjör
 • 1 laukur, fínsaxaður
 • 1 hvítlauksrif, fínsaxað
 • 125gr sveppir, sneiddir
 • 30gr brauðmylsna
 • rifinn börkur af 1 lime
 • 3 vorlaukar, saxaðir
 • 1 msk söxuð mynta
 • 40gr furuhnetur
 • 1 msk ólífuolía

Bræddu smjörið í pönnu, steiktu lauk, hvítlauk og sveppi í 3-4 mínútur þar til laukurinn er gullin. Kryddaðu til með salti og pipar.

Láttu allan vökva renna af blöndunni í pönnunni. Sveppir eiga til að gefa frá sér mikinn vökva þegar þeir eru steiktir ef þeir hafa ekki nægilegt pláss á pönnunni.

Ef þú vilt stökka steikta sveppi þá verðurðu að steikja þá á pönnu þannig að þeir snertist ekki.

Þegar þú ert búin/n að láta vökvann renna af sveppunum þá færirðu blönduna í skál, blandar brauðmylsnu, limeberki, vorlauk, mynto og furuhnetunum saman við. Blandaðu vel saman.

Settu fyllinguna innan í fiskinn og lokaðu honum með tannstönglum eða bittu saman með sláturgarni. Reyndu að koma allri fyllingunni fyrir.

Vefðu fiskinn inn í álpappír og steiktu á heitu grilli í 4-5 mínútur á hvorri hlið.

Berðu fram með nýjum kartöflum og brakandi fersku salati.

Vel kælt Arthur Metz Pinot Gris passar prýðilega með.