Print Friendly, PDF & Email

Þetta kex er fljótlegt og einfalt og æðislegt til að narta í með ostum, rauðrófumauki, með sultu, eða bara eitt sér.

Fljótlegt kex

  • 100gr mjöl (hveiti, heilhveiti eða spelt)
  • 50 gr byggmjöl eða rúgmjöl
  • 1/2 tsk lyftiduft
  • 1 dl vatn
  • ólífuolía
  • sjávarsalt
  • rósmarín

 

Undirbúningstími: 5 mínútur

Bökunartími: 10 mínútur

 

Hitaðu ofninn í 220°C.

Settu öll þurrefnin í skál og blandaðu vatninu vel saman við. Hnoðaðu vel saman og flettu út mjög þunnt. Skerðu í hæfilega stærð, litlar eða stórar - allt eftir því hvað þú vilt.

Raðaðu á bökunarplötu, stráðu salti og rósmarín yfir og dreifðu pínu ólífuolíu yfir og bakaðu í 8-10 mínútur.