Print Friendly, PDF & Email

Fljótleg og matarmikil. Þú getur sleppt kókosmjólkinni og notað rjóma í staðinn, eða notað kókosmjólk alveg í staðinn fyrir mjólkina. Osturinn í endann er bæði til að gefa bragð og fyllingu, en þú getur sleppt honum ef þú vilt.

Reyndu að velja eins ferskan og góðan fisk og þú getur í súpuna.

Fiskisúpa fyrir 4

 • 2 msk olía
 • 1 púrrulaukur, í sneiðum
 • 1 fennell, saxaður gróft
 • 4 sellerístönglar, saxaðir
 • 2 lárviðarlauf
 • salt og pipar
 • 1/2 dl þurrt hvítvín
 • 165 ml kókosmjólk(lítil dós)
 • 500 ml mjólk
 • 100 ml vatn
 • 2 teningar grænmetiskraftur
 • 2 flök fiskur að eigin vali
 • 250 gr risarækja
 • 1/3 af Mexíkóosti eða 4 msk rjómaostur
 • fersk steinselja

Settu olíu í pott og steiktu púrrulauk, fennel og sellerí í 3-4 mínútur. Bættu nú við salti og lárviðarlaufum og haltu áfram að steikja við vægan hita þar til grænmetið er mjúkt (7-8 mínútur).

Helltu hvítvíninu út í pottinn og láttu sjóða kröftuglega í 2-3 mínútur, lækkaðu þá hitann og helltu kókosmjólk, mjólk og vatni ásamt grænmetiskraftinum. Láttu suðuna koma upp og mallaðu í 5 mínútur.

Bættu nú fiskinum í bitum í pottinn og láttu sjóða í 5 mínútur í viðbót, settu þá rækjurnar í og láttu sjóða í aðrar 5 mínútur.

Bættu ostinum út í og hrærðu varlega í 1 mínútu á meðan hann bráðnar.

Taktu af hitanum, smakkaðu til með salti, settu í skálar og stráðu steinselju yfir.

Berðu súpuna fram með nýbökuðu brauði og smjöri.