IMG_1249
Print Friendly

Þú getur notað hvaða fisk sem þú vilt í uppskriftina, hann er mjög kryddaður og mestu gildir að fiskurinn sé ferskur.

Fiski Fajitas fyrir 4

 • 500gr fiskur
 • 1msk paprikuduft
 • 2tsk pipar, nýmalaður
 • 1 tsk salt
 • 1 tsk oregano
 • 1/2 tsk cayenne pipar
 • 1 hvítlauksrif, marið
 • 1 laukur, sneiddur
 • 1 paprika (rauð eða græn), sneidd
 • ólífu olía
 • -
 • salat
 • tómatar
 • rifinn ostur
 • salsa sósa
 • 8 tortillukökur
 • lime sneiðar

Undirbúningur: 10 mínútur

Eldunartími: 20 mínútur

Blandaðu saman í stórri skál paprikudufti, pipar, salti, oregano og cayenne pipar.

Skerðu fiskinn í bita, rúmlega munnbitastærð. Settu í poka og helltu kryddblöndunni yfir. Merðu hvítlaukinn út í pokann.
Hristu nú pokann varlega til að kryddblandan jafnist um allan fiskinn.

Hitaðu olíu á stórri pönnu og steiktu laukinn og paprikuna í 5 mínútur við góðan hita þar til paprikan er stökk að utan. Taktu úr pönnunni og settu í skál.

Settu nú olíu aftur á pönnuna og steiktu fiskinn við meðalhita í 3-4 mínútur. Þú gætir þurft að steikja fiskinn í áföngum, það er betra að hafa minna á pönnunni en meira.

Þegar þú berð réttinn fram er skemmtilegt að hafa allt hráefni í sitt hverri skálinni og hver og einn setur saman eigin vefju.

Það er nauðsynlegt að kreista smá lime safa yfir fiskinn og hafa vel af osti og salsa sósu.