IMG_0705-2
Print Friendly

Fífla muffins

  • 250gr hveiti
  • 2 tsk lyftiduft
  • 1/2 tsk salt
  • 20 gr hreinsuð fíflakrónublöð
  • 3 msk repjuolía
  • 4 msk hunang
  • 1 egg
  • 2.5 dl mjólk

Hitaðu ofninn í 175°C.

Blandaðu þurrefnunum saman í stórri skál ásamt krónublöðunum. Blandaðu vel saman.

Sláðu saman í annarri skál egginu, mjólk ,hunangi og olíu. Bættu við hveitiblönduna og hrærðu vel.

Settu í möffins form og bakaðu í 20-30 mínútur. Þú þarft að fylgjast svolítið vel með og athuga eftir 20 mínútur hvort brauðið sé bakað með því að stinga í það tannstöngli og sjá hvort hann kemur þurr út.

Æðislegt með smjöri, eða bara eitt sér .