Ferskt tómatsalsa

Birtist í Meðlæti, Uppskriftir

Ferskt tómatsalsa

 • 3 tómatar
 • 2 græn chili
 • 1 dós niðursoðnir tómatar
 • 1 lítill rauðlaukur
 • 5 hvítlauksrif, marin
 • safi úr 1 lime
 • 1/2 jalapeno
 • 1 búnt kóríander
 • 1 tsk salt
 • 1 tsk cumin
 • 1 tsk cayenne pipar
Undirbúningstími: 15 mínútur

Eldunartími: 5 mínútur

 

Byrjaðu á að skera tómatana í 4 hluta hvern og fræhreinsa chili-in og grilla undir grillinu í ofninum þar til vel grillað, það er allt í lagi þó að flusið á þeim brenni smá.

Taktu nú tómatana, chili og allt hitt hráefnið og settu í matvinnsluvél, maukaðu smá. Smakkaðu til með salti og smá sykri, þú gætir líka viljað hafa þetta logandi sterkt og þá geturðu bætt við meiri cayenne pipar.

Ferskt og gott með tortillaflögum eða sem meðlæti með mat.