Fennelsúpa

Birtist í Aðalréttir, Súpa, Uppskriftir

Fennelsúpa f.3-4

  • 2-3 stórir fennelhausar, saxaðir
  • 2 meðalstórar kartöflur, flysjaðar og skornar í teninga
  • 3 skallottulaukar, fínsaxaðir
  • 3 msk ólífu olía
  • 700ml vatn
  • 1 teningur grænmetiskraftur
  • 1 lárviðarlauf
  • 10 saffran fræni
  • 1 dl rjómi
  • salt og pipar

Undirbúningur: 10 mínútur

Eldunartími: 30 mínútur

Saxaðu fennelinn gróflega, flysjaðu kartöflurnar og skerðu í bita, fínsaxaðu skallottulaukinn.

Hitaðu olíuna í potti og steiktu skallottulaukinn í 2-3 mínútur eða þar til hann verður glær og ilmandi. Bættu nú við kartöflunum og fennelnum og steiktu í 2-3 mínútur til. Hrærðu vel í á meðan.

Bættu við vatninu og grænmetiskraftinum, saffron fræninu og lárviðarlaufinu. Láttu suðuna koma upp, lækkaðu aðeins undir pottinum og láttu malla í 20 mínútur með lokið á pottinum eða þar til grænmetið er orðið mjúkt.

Taktu lárviðarlaufið upp úr og maukaðu súpuna. Þú getur gert það með töfrasprota, í matvinnsluvél eða blandara, eða stap

pað hana. Þegar áferðin er orðin góð þá hrærirðu rjómanum saman við og smakkar til með salti og pipar.

Dásamleg súpa með nýbökuðu brauði.