Print Friendly, PDF & Email

Þetta salat er fljótlegt, ferskt og gott og passar afskaplega vel með fiskiréttum.

Fennel- og eplasalat

  • 1 stór fennell
  • 1 lítið rautt epli
  • 1/2 græn paprika
  • 1 vorlaukur
  • 1 tsk fennelfræ
  • 1 skallottulaukur
  • 1 msk hvítvínsedik
  • 1 msk hunang
  • salt og pipar

Undirbúningur: 10 mínútur

Skerðu fennelinn í afar þunnar sneiðar, eins þunnar og þú mögulega getur, það er ágætt að skera hann fyrst í tvennt ef hann er mjög stór.

Flysjaðu eplið og kjarnhreinsaðu, skerðu í mjög þunnar sneiðar eða rífðu á grófu rifjárni.

Skerðu paprikuna í örþunnar sneiðar.

Skerðu vorlaukinn í stórar skáskornar sneiðar.

Settu í stóra skál.

Í dressinguna þá rífurðu á fínu rifjárni lítinn skallottulauk, setur í skál með ediki og hunangi, smá salti og pipar og hrærir vel saman.

Stráðu nú fennelfræjunum yfir salatið og helltu dressingunni yfir. Blandaðu vel saman.

 

Það er tilvalið að geyma græna vöxtinn af fennelnum til að eiga í skraut, það er ekki bara fallegt heldur líka fullt af bragði.

Dásamlegt og ferskt.