Print Friendly

Þetta er ein af uppáhalds eplabökunum mínum sem ég geri reglulega því hún er svo fljótleg og einföld en svo dásamlega góð.  Hún passar frábærlega með þeyttum rjóma, hreinni jógúrt eða grískri jógúrt, ís eða krapi.

Eplabaka fyrir 4

  • 4 epli
  • 100gr smjör
  • 1 dl sykur (má vera minna)
  • 2 dl hafragrjón
  • 1 dl hnetur og möndlur

Undirbúningstími: 10 mínútur

Bökunartími: 20 mínútur

Hitaðu ofninn í 180°C.

Flysjaðu eplinn, skerðu úr þeim kjarnann, og sneiddu í  um 1cm þykka báta eða sneiðar.

Smyrðu eldfast mót að innan og raðaðu eplunum í.

Settu nú í pott við meðalhita, smjörið og sykurinn og láttu bráðna og blandast vel saman. Þegar smjörið er bráðið og sykurinn  þá hrærirðu hnetum/möndlum og hafragrjónum út í. Taktu pottinn af hellunni og dreifðu blöndunni vel yfir eplin.

Bakaðu í ofninum í 15-20 mínútur eða þar til hnetublandan fer að brúnast og eplin að mýkjast.

Algert æði með hreinni jógúrt eða jafnvel smá ís.