Print Friendly

Flatkökur fyrir 4

  • 300gr hveiti
  • 1 dl jógúrt eða súrmjólk
  • 1 1/2 tsk lyftiduft
  • cuminfræ, ristuð
  • vatn

Ristaðu cuminfræin á pönnu þar til au fara að ilma/poppa (um 30 sekúndur).

Hnoðaðu saman öllum efnunum, bættu vatni í ef deigið er of þurrt.

Skiptu deiginu í 4 hluta. Taktu hvern hluta fyrir sig og hnoðaðu, breiddu út í köku jafnstóra pönnunni sem þú ætlar að nota til að steikja kökuna.

Penslaðu örlítilli olíu á kökuna og steiktu á pönnunni við meðal hita þar til kakan fer að verða gullin brún, þá penslarðu hina hliðina og snýrð kökunni.

Dásamlega gott með pottréttum og súpum.