IMG_0241
Print Friendly

Þetta salat er frábært á kex, á brauð, með salati, borið fram í litlu salatblaði, á ristað brauð

- með hverju sem er.

Eggjasalat

  • 6 egg, harðsoðin
  • 5 msk grísk jógúrt
  • 2 msk Dijon sinnep
  • 1 tsk paprikuduft
  • 1 lítill laukur, fínsaxaður
  • 2 msk graslaukur, saxaður
  • svartur pipar, nýmalaður
  • salt

Byrjaðu á að harðsjóða eggin og kæla. Settu jógúrtina í skál ásamt sinnepinu, paprikudufti, salt og pipar og hrærðu vel saman. Skerðu eggin í stóra bita og hrærðu varlega saman við ásamt söxuðum lauk og graslauknum.

Geymist í ísskáp í 2-3 daga en þetta klárast yfirleitt eins og skot!