Eggaldin í fenneljógúrtsósu

Birtist í Aðalréttir, Brauð, Grænmeti, Meðlæti, Uppskriftir

Þessi réttur er dásamlega bragðmikill og bestur borðaður heitur með hrísgrjónum og/eða poori brauði.

 

Eggaldin í fenneljógúrtsósu fyrir 4

 • 1 stórt eggaldin, sneitt
 • 500ml hrein jógúrt
 • 1 tsk salt
 • olía
 • 1 hvítlaukrif, marið
 • 3 grænar kardimommur
 • 2 tsk fennelduft
 • 2 tsk engiferduft
 • 1/2 tsk turmerik
 • 1-2 tsk chiliduft

Undirbúningur: 5 mínútur

Eldunartími: 20 mínútur

Hrærðu saman jógúrti og salti í skál og settu til hliðar.

Hitaðu olíu í stórri pönnu og steiktu eggaldinsneiðarnar þar til þær eru gullinbrúnar. Taktu þær þá af pönnunni og láttu á eldhúspappír til að þerra af þeim olíuna.

Hitaðu 2 msk olíu í pönnu og steiktu hvítlaukinn og kardimommurnar í nokkrar sekúndur. Hrærðu þá jógúrtinu saman við.

Bættu fennel, engifer og chilidufti saman við. SJóddu á meðalhita í 3 mínútur og hrærðu stöðugt í. Bættu þá eggaldininu út í og berðu fram.


 

Poori Brauð fyrir 4

 • 250gr hveiti
 • 1 msk lyftiduft
 • 1/2 tsk salt
 • mjólk
 • olía
Undirbúningur: 5 mínútur

Eldunartími: 10 mínútur

Blandaðu saman hveiti, lyftidufti og salti. Settu næga mjólk saman við þannig að rétt loði saman og hnoðaðu vel. Þegar þú ert búin/n að hnoða deigið skiptir þú því í 8 jafna hluta.

Taktu hvern hluta fyrir sig, flettu út mjög þunnt, berðu olíu á og brjóttu saman, fletja aftur út mjög þunnt og bera aftur olíu á og brjóta aftur saman. Gera þetta 3svar - 4 sinnum við hverja köku.

Hitaðu botnfylli af olíu í pönnu og grunnsteiktu pooribrauðið á báðum hliðum. Það blæs út eins og blaðra, vertu viðbúin/n að snúa því eða kippa úr pönnunni og láta olíuna renna af því á eldhúspappír.

 

 

 

No Comments

Trackbacks/Pingbacks

 1. Bauna- og kartöflukarrí - allskonar.is - [...] með hrísgrjónum og poori brauði eða [...]