IMG_0322
Print Friendly

Döðlubrauð

  • 700ml soðið vatn
  • 250 gr döðlur, grófsaxaðar
  • 1 tsk vanilludropar
  • 2 msk smjör
  • 2 msk hunang
  • 600gr heilhveiti
  • 95gr hrásykur
  • 3 tsk matarsódi
  • 1 tsk lyftiduft
  • 1 tsk sjávarsalt

Undirbúningur: 10 mínútur

Bökunartími: 50 mínútur

Hitaðu ofninn í 180°C.

Skerðu döðlurnar í tvennt, eða gróflega og settu í skál, helltu vatninu yfir og settu smjörið út í ásamt vanilludropunum og hunanginu. Láttu standa í 10 mínútur.

Á meðan að döðlurnar mýkjast blandarðu í skál saman öllum þurrefnunum.

Hrærðu döðlublöndunni saman við þurrefnin og settu í 2 smurð brauð/jólakökuform.

Bakað í 45-50 mínútur við 180°C