IMG_1067
Print Friendly

Þú getur notað  hvaða kjúklingabita sem þú vilt í þessa uppskrift; leggi, læri, bringur - eða beinlaust kjöt.

Athugaðu að kjötið þarf að marinerast í sólarhring, marineringin dugar fyrir 12-18 bita. Þú þarft því að skipuleggja þetta sólarhring fram í tímann eða leggja í marineringu að morgni.

Skinnið verður stökkt og bragðmikið, þannig að leyfðu því að vera á kjúklingabitunum.

Chilikjúklingur

  • 6 msk olía
  • 1 tsk chiliflögur
  • 5 tsk rauðvínsedik
  • 3 hvítlauksrif, marin
  • 1 tsk cumin, malað
  • 1 tsk oregano, þurrkað
  • 1 tsk salt
  • 1 tsk svartur pipar, nýmalaður
  • 12-18 kjúklingabitar

Undirbúningur: 10 mínútur

Marinering: 12-24 klst

Eldunartími: 30 -40 mínútur

Hrærðu saman í stórri skál öllu hráefninu fyrir marineringuna. Skerðu smá í gegnum skinnið á kjúklingabitunum og leggðu í marineringuna, nuddaði kryddblöndunni vel inn í kjötið og skinnið. Lokaðu skálinni, eða settu í plastpoka og settu í ísskáp. Láttu marinerast í amk 12 klst eða sólarhring.

Taktu bitana út úr ísskápnum hálftíma áður en þú ætlar að elda þá.

Þú getur eldað kjúklinginn í 180°C heitum ofni í eldföstu móti með smá olíu í 35 mínútur.

Þú getur líka valið að grilla hann á grillinu eða steikja á pönnu.

Berðu fram með sósu úr sýrðum rjóma til að dýfa í. Það er frábært að setja smá tabasco sósu eða Sriracha sósu út í sýrða rjómann til að útbúa sterka „kokteilsósu“. Eins er frábært að bera fram með þessu salsa sósu.