IMG_0415
Print Friendly

Að nota bjór í brauð er ótrúlega einfalt, við þurfum ekki að hnoða deigið og það þarf engan tíma til að hefast. Þetta er því fljótlegt og einfalt brauð em er frábært með súpu eða eitt sér.

Ég hef notað Guinness, Kalda og  venjulegan pilsner. Prófið ykkur áfram með hvað ykkur finnst best.

Bjór brauð

  • 350 gr hveiti
  • 3 tsk lyftiduft
  • 1 tsk salt
  • 1 msk hunang
  • 350 ml bjór að eigin vali
  • smá ostur, rifinn
  • rósmarín eða timian

Undirbúningur: 5 mínútur

Baksturstími: 40 mínútur

Hitaðu ofninn í 190°C.

Settu allt innihaldsefnið í skál og hrærðu vel saman.

Smyrðu brauðform að innan og settu deigið í.
Settu rifinn ost og kryddjurtir yfir deigið.

Bakaðu í 40-45  mínútur  eða þar til brauðið er tilbúið.