_MG_2457
Print Friendly

Þessi beikon sulta er frábær með eggjaköku/eggjaréttum, ofan á ristað brauð, kex með osti, með eintómum osti. Út í súpur eða hrísgrjón, hvað sem þér dettur í hug.

Beikon sulta

  • 300gr beikon, saxað
  • 1/2 laukur, saxaður
  • 2 hvítlauksrif, marin
  • 1 msk púðursykur
  • 2 msk hvítvínsedik
  • 2 msk hlynsýróp
  • 1 tsk chiliflögur eða þurrkað chili

Undirbúningstími: 5 mínútur

Eldunartími: 30 mínútur

Steiktu beikonið mjög vel þar til það er orðið stökkt. Taktu það þá úr pönnunni og láttu á disk með smá eldhúspappír. Notaðu fituna af baconinu í pönnunni, 1 tsk,  til að steikja núna laukinn, chiliflögurnar og hvítlaukinn.

Þegar laukurinn er orðinn glær þá bætirðu við ediki, púðursykri og sýrópi og lætur suðuna koma upp. Settu þá beikonið aftur út í og hrærðu vel saman, láttu malla á lágum hita í 10-15 mínútur. Færðu þá allt úr pönnunni í matvinnsluvél og maukaðu, settu í krukku.

Geymist í ísskáp í 4 vikur.