IMG_3052-2
Print Friendly

Hér er einföld uppskrift að apríkósusultu þar sem við notum þurrkaðar apríkósur.

Apríkósusulta

  • 400gr þurrkaðar apríkósur
  • 3 sítrónur, safi
  • 1 kg sykur
  • sultuhleypir/Melanin gult

Undirbúningur: 3 klst

Suðutími: 45 mínútur

Byrjaðu á að grófsaxa apríkósurnar og leggja í skál. Settu heitt/soðið vatn út í svo að fljóti yfir apríkósurnar. Láttu standa í  3 klst.

Settu nú apríkósurnar, vatnið af þeim og sítrónusafann í pott og láttu sjóða í um 40 mínútur við lágan hita.

Settu þar næst Melanin (gult) út í og hrærðu vel. Bættu nú sykrinum út í og hrærðu vel, láttu sjóða við lágan hita í 5 mínútur.

Helltu í dauðhreinsaðar krukkur.

Geymist í 5-6 mánuði í ísskáp.