Appelsínu íste

Birtist í Drykkir, Uppskriftir

Appelsínu íste 2L

  • 10 tepokar (svart eða grænt te)
  • hýði af 1 appelsínu
  • 1 L vatn
  • 1/2 L appelsínusafi
  • 8 msk sykur
  • 1 l sódavatn

Tími: 1-2 klst

Sjóddu 1 L af vatni og helltu í stóra skál, settu þar í tepokana og börkinn af appelsínunni, reyndu að hafa sem minnst af beiska hvíta hlutanum af berkinum. Láttu trekkja í 3-5 mínútur.

Sigtaðu tepokana og börkinn frá og hrærðu appelsínusafanum og sykrinum saman við. Hrærðu vel til að leysa upp sykurinn. Þú getur notað venjulegan sykur, hrásykur, pálmasykur, púðursykur, eiginlega hvað sem þér dettur í hug, meira að segja hunang. Smakkaðu til en mundu að þú átt eftir að setja 1L af sódavatni samanvið, þetta má því vera mjög sterkt, þú ert aðeins að smakka til sætuna. Sett á kaldan stað eða í ísskáp. Þegar þetta er orðið kalt þá bætirðu sódavatninu við. Settu þetta í glös; 50/50 te og sódavatn, fyllt upp með klaka og sett sneið af appelsínu með.

Það er líka hægt að nota þetta í bollu, þá er settur 2x meiri sykur, 1 appelsína skorin í sneiðar og 1/2 flaska af rommi eða vodka.