Alvöru pestó

Birtist í Krydd, Meðlæti, Uppskriftir

Það er einfalt að búa til sitt eigið pestó og bragðið er svo miklu betra en af því sem er keypt úti í búð. Svo verður lyktin í eldhúsinu algerlega himnesk!

Pestó

  • 50 gr fersk basilikka
  • 3 hvítlauksrif
  • 1 msk lime safi
  • 2 msk ristaðar furuhnetur
  • 3 msk parmesanostur, rifinn
  • 1/2 tsk salt
  • 1/2 tsk nýmalaður svartur pipar
  • Ólífuolía eftir smekk
Byrjaðu á að þurrrista furuhneturnar, fylgdust vel með þeim á pönnunni og hrærðu annaðslagið, þær eru fljótar að brenna.

Settu allt hráefnið nema salt og pipar í mortél eða litla matvinnsluvél og maukaðu. Bættu ólífuolíu hægt og rólega í  þar til þetta er orðið að góðu mauki, pestóið má ekki vera of þurrt og heimalagað má vera með mun meiri olíu en þetta sem kemur úr búðinni. Mundu bara að nota bestu fáanlega ólífuolíu.

Smakkaðu til með salti og pipar. Athugaðu að bragðið lagerast með tímanum og að í parmesanostinum er salt, svo farðu sparlega - lítið í einu, og hrærðu vel saman áður en þú smakkar.

Þetta er allt sett í krukku, aðeins meiri olíu hellt yfir rétt til að innsigla olíuna. Geymist í kæli í 3-4 mánuði.