Warning: Cannot modify header information - headers already sent by (output started at /home/allskonar/Sites/allskonar.is/allskonar/wp-content/themes/tasty/header.php:3) in /home/allskonar/Sites/allskonar.is/allskonar/wp-content/themes/tasty/header.php on line 11
allskonar.is | Alvöru bakaðar baunir
Print Friendly

Heimagerðar bakaðar baunir eru alveg ótrúlega góðar, svo góðar að þú skilur ekki hvernig er hægt að borða þessar í dósunum úti í búð.

Þessi uppskrift er  fyrir 2 ef baunirnar eru í aðalrétt, með t.d. grilluðum kartöflubátum, bökuðum sætum kartöflum og salati.

Ef baunirnar eru í morgunmat með ristuðu brauði, eggjum, grænmeti og beikoni þá dugar uppskriftin fyrir 3-4.

Bakaðar baunir

 • 1 msk ólífuolía
 • 150 gr beikon, í bitum
 • 1 laukur, fínsaxaður
 • 2 hvítlauksrif, marin
 • 1/2 tsk paprikuduft
 • 1 msk sinnep
 • 1 msk púðursykur
 • 1-2 msk Worchestershire sósa
 • 1 dós niðursoðnir tómatar
 • 1 tsk tómatpúrra
 • 1 dós baunir (haricot eða cannelini)

Undirbúningstími: 5 mínútur

Eldunartími: 15 mínútur

Steiktu lauk, beikon og hvítlauk í olíu í 4 mínútur.

Settu þar næst allt hitt hráefnið í pottinn og sjóddu við lágan hita í 10 mínútur eða þar til þykkt.

Kryddaðu til með salti og pipar eftir smekk.