Um okkur

Helga Kvam er eigandi síðunnar, penni og ljósmyndari, matargat og nautnaseggur. Allir réttir eru uppdiktaðir, eldaðir og myndaðir af Helgu og allar ljósmyndir á allskonar.is eru eftir Helgu nema annað komi fram.

 

Gestaskrifarar eru ýmsir:

Inga Kristjánsdóttir næringarþerapisti skrifar greinar um bætt mataræði og lífsstíl.

Hana geturðu fundið á facebook ef þú vilt dýfa þér í viskubrunninn hjá henni.

 

Elín og Helen, björgunarsveitarkonur með meiru hella úr viskubrunni sínum um útivist.

Elín og Helen eru höfundar „Góða ferð - handbók um útivist“. Hér getur þú fundið þær á Facebook.

 

Einar Guðmann, ritstjóri Fitnessfrétta og fitness.is ritar um hreyfingu og líkamsrækt.

Smelltu hér til að lesa fleiri greinar á fitness.is.

 

Borghildur Sverrisdóttir hjá FerðaAsk skrifar greinar um hvernig best er að nesta sig í lengri og styttri ferðir.

Borghildur og FerðaAskurinn eru á Facebook. Smelltu til að fara þangað.

 

María Birgisdóttir förðunarfræðingur gefur okkur góð ráð um förðun.

Smelltu hér til að skoða meira á síðunni hennar Maríu, Mariamakeup.is.

 

Völundur Jónsson er snillingurinn á bak við hönnun og uppsetningu vefsíðunnar.

 

Allar uppskriftir eru prófaðar; eldaðar, ljósmyndaðar í bak og fyrir og niðurstaðan borðuð með bestu lyst. Og íslenskt hráefni allsstaðar þar sem kostur er á.

Stefnan er að á allskonar.is komi nýtt efni á hverjum virkum degi, að hægt sé að líta við og uppgötva eitthvað nýtt eða fá góða hugmynd til að njóta lífsins enn frekar.

Lífið hefur upp á svo margt að bjóða og það þarf ekki að kosta mikið eða taka langan tíma. Við þurfum bara að vera vakandi fyrir tækifærunum.

Njótið dagsins.