Hvað er Merlot?

Merlot eru þrúgur sem notaðar eru til víngerðar.

Þær eru göfugur ættingi Cabernet þrúganna sem ræktaðar eru í St-Emilion og Pomerol, en þroskast fyrr en Cabernet, hefur minna tannín (ath. mettun!) og gefur af sér mýkra og fyllra vín sem þroskast fyrr. Þrúgan er notuð í Médoc í blöndu (með Cabernet og öðrum tegundum) og mest í vín frá Pomerol og St. Emilion. Merlot gefur af sér góð og létt vín á Norð-austur Ítalíu og í ítalska hluta Sviss. Getur einnig komið mjög vel út á kaldari vínsvæðum Kaliforníu, Nýja-Sjálandi, Ástralíu og Suður-Afríku.Bragðið líkist oft Cabernet Sauvignon, þó gjarnan mildara krækiberjabragð en stundum meira áberandi bragð af plómum og rósum, bragðmikilli ávaxtaköku. Einnig er minna áberandi bragð af mintu og blýanti.

 

Hvað er best að hafa í huga þegar maður lyktar af víni?

Erfitt er að lýsa lykt af víni og hættir mönnum til að segja að það sé bara vínlykt, sem ekki er tekið sem fullgilt svar af sérfróðum vínsmökkurum.

Vín geta verið þung, bökuð, eða brennd, í jafnvægi, flöt, þroskuð, með korklykt, moldarlykt, hnetulykt, gerlykt, vanillulykt, þreytt, þunn, mjúk, hörð, fersk og margt fleira. Það þarf því talsverða þekkingu (og ágætan orðaforða) til að vera góður vínsmakkari.

Helstu gallar sem finna má með því að lykta af víni eru:
Ediklykt: Of mikil ediksýra í víninu
Sérrýlykt: Oxun þ.e. súrefni hefur komist að víninu
Korklykt: Vínið hefur tekið í sig áhrif af skemmdum korktappa.
Brennisteinslykt: Of mikið brennisteinsdíoxíð í víninu.

Photo credit: tarotastic / Foter.com / CC BY