Hvað er Chardonnay?

Chardonnay er þrúga sem notuð er til víngerðar. Auðveld í ræktun og öllum viðfelldin. Chardonnay gefur yfirleitt vel af sér í magni við hagstæð skilyrði. Vínþrúga hvítra Búrgundaravína (Chablis, Montrachet, Meursault, Poully-Fuissé) og kampavíns. Gefur sterkt vín með mikla fyllingu, ríkan ilm og eigin einkenni en aldrei og mikla skerpu af sýru. Þroskast vel, með eða án eikarbragðs með gerjun og /eða þroskun í tunnum. Þarf lítil afskipti í víngerðinni en er auðvelt í meðförum ef menn vilja aðlaga það ákveðnum duttlungum. Ræktað nú um allan heim með bestum árangri í Kaliforníu, Ástralíu, Ítalíu, Suður-Afríku og Nýja-Sjálandi.
Bragð: Epli, perur, sítrusávextir, melónur, ferskjur, smjör, vax, hunang, toffee, vanilla, “blaut ull” (í Búrgundí), steinefni (sölt), og tinna (í Chablis). Ath. oft er vísað til tinnueinkennanna í Chablis sem “gun-flint “ eða byssupúður /reykur.

Af hverju eru sum vín þurr?

Flest vín innihalda 10-12% vínanda. Takist gersveppunum ekki að vinna úr öllum sykrinum í vínberjasafanum verður vínið sætt. Því minna af sykrinum sem breytist í vínanda og kolsýru, þeim mun sætara verður vínið. Takist gersveppnum að umbreyta öllum sykrinum í vínanda og kolsýru verður vínið þurrt.

 

Photo credit: P!XELTREE / Foter.com / CC BY-NC-SA