Þitt eigið ævintýri

Birtist í Hugmyndir

  • Veldu þér byrjunarreit, hvort sem það er byrjun mánaðar, árstíðar eða árs.
  • Taktu ákvörðun um að nú byrji ógleymanlegur tími þar sem hver dagur er fullur af nýjum upplifunum.
  • Ævintýri þurfa ekki að vera dýr. Stundum finnurðu eitthvað sem kostar ekki krónu á stöðum sem þér hefði venjulegast ekki dottið í hug að leita á. Skoðaðu vel hvað er að gerast í samfélaginu í kringum þig.
  • Vertu með augun opin fyrir hlutum sem eru forvitnilegir og stígðu skref í átt að þeim til að rannsaka þá.
  • Sjáðu hlutina frá nýju sjónarhorni, sýndu öðrum hvað þú sérð og lærðu hvernig aðrir sjá lífið.
  • Skoðaðu listaverk, bæði til að öðlast innblástur og til að fá nýja sýn á hlutina.
  • Taktu myndir af því sem þig langar að muna.
  • Þegar tækifæri rekur á fjörur þínar þá gríptu það og búðu þér til tíma til að taka á móti því opnum örmum.