Sniðugt í dag

Birtist í Allskonar, Hugmyndir

Vertu leynivinur. Sendu einhverjum handskrifað bréf eða póstkort, það er svo gaman að fá eitthvað óvænt og jákvætt í pósti.

Hringdu í einhvern bara til að heyra hvernig hann/hún hefur það og til að segja þeim að þig langaði bara að heyra í þeim.

Breyttu út af vananum. Gerðu eitthvað spennandi, það þarf ekki að vera stórt eða merkilegt.

Láttu vita hvað það er sem þig langar. Það hefur engum tekist að læra hugsanalestur hingað til, segðu hvað þú vilt.

Sigraðu litlu hlutina. Lagaðu kranann sem lekur í eldhúsinu, saumaðu töluna á skyrtuna. Prófaðu að gera þetta sjálf/ur sem þú hélst að þú þyrftir aðstoð við.

Búðu til hljóðlausan heim. Prófaðu að slökkva á öllu sem gefur hljóð þegar þú kemur heim úr vinnunni, í bara 5 mínútur. Drekktu í þig þögnina.

Kláraðu eitthvað sem hefur setið á hakanum lengi. Hversvegna ekki að halda upp á tilefnið með smá partíi? Ís eða kex og ídýfa, taka fram fínu glösin og skála. Það er alltaf gott að hafa áorkað einhverju.

Búðu til þinn eigin hátíðisdag. Haltu upp á einhvern dag, með fjölskyldunni, með vinum, eða ein/n, búðu til tilefni; dagurinn getur verið hátíð vináttunnar, til að halda upp á nýjan tannbursta, hátíð vorhreingerningar. Láttu þér detta eitthvað sniðugt í hug.