Lagaðu 7 hluti í þessari viku

Birtist í Allskonar, Hugmyndir

Skrifaðu niður á blað 7 hluti sem þú vilt laga eða breyta, hvort sem það er heima hjá þér eða í vinnunni.

Og lagaðu eða breyttu þeim öllum í þessari viku - eitt skref í einu - einn hlut á dag.

Þetta getur verið t.d.:

  • sauma töluna á skyrtuna sem er búin að hanga ónotuð inni í skáp síðan talan datt af
  • skipta um ljósaperuna inni í geymslu sem sprakk um áramótin
  • smyrja hjarirnar á útidyrahurðinni sem pirra þig í hvert sinn þegar þú opnar eða lokar hurðinni
  • fara í gegnum plastdallana svo þeir hætti að hrynja út úr skápnum þegar þú opnar hann
  • skipta um batterí í reykskynjurunum

 

Gangi þér vel