Í þessari viku…

Birtist í Allskonar, Hugmyndir

…settu þér fyrir nokkur verkefni til að bæta hverdaginn.

 

  • Leggðu þig fram um að kynnast einhverjum nýjum, hvort sem það er að heilsa nágrönnum þínum sem þú hefur aldrei talað við, eða setja inn nokkrar setningar til einhvers á vefsíðu sem þú lest reglulega.
  • Reyndu að umgangast fólk sem þú dáist að, vilt líkjast eða berð virðingu fyrir.
  • Prófaðu að taka þér tíma til að vega og meta í stað þess að dæma strax eða fyrirfram. Settu þig í spor annara, vertu forvitinn um hvernig aðrir komast að niðurstöðum.
  • Æfðu þig í að hlusta, einbeittu þér að því sem er sagt við þig, í stað þess að fara yfir í huganum hverju þú ætlar að svara.
  • Minntu þig reglulega á að það eru allir að reyna að gera sitt besta og leggðu eins jákvæða túlkun og þú getur í gjörðir annara.
  • Lifðu eigin lífi og hættu að bera þig saman við aðra.
  • Hlæðu að minnsta kosti einu sinni á dag.