Horfðu í kringum þig

Birtist í Hugmyndir

Við gleymum stundum að líta í kringum okkur, að horfa upp á við eða niður fyrir okkur. Að horfa eftir því augljósa og því sem er ekki eins sýnilegt. Stundum erum við heppin og sjáum alla fegurðina án þess að hafa fyrir því, en stundum þurfum við virkilega að leita.

Ég keyrði heim úr búðinni í kvöld í þykkri frostþoku og velti fyrir mér hversu hátt frostþokan næði. Hún fyllti fjörðinn og lagðist yfir Akureyri sem lýsti hana upp, en fyrir ofan léku norðurljósin sér.

Ég þurfti að leita smávegis, en ég fékk verðlaunin mín þegar hátt í heiðina var komið.

Stundum er heimurinn ekki eins og við upplifum hann, fyrir utan er einstök fegurð og við þurfum bara að ferðast til að sjá hana. Oft er ferðalagið örstutt.

Hvert ætlar þú í ferðalag í þessari viku?