Fyrir fuglana

Birtist í Hugmyndir

Í snjónum megum við ekki gleyma smáfuglunum, það er aldrei mikilvægara en nú að gefa þeim eitthvað í gogginn  þar sem allt er komið á kaf í snjó og ekki auðvelt fyrir þá að finna sér eitthvað æti.

Ég tók til allskonar korn: afganga af Múslí og byggmorgunkorni, sesamfræ og bræddi svo smjör og setti yfir. Það er örugglega æðislegt að setja fitu af kjöti, nota palmínfeiti eða tólg. Fuglarnir þurfa fitu núna í kuldanum, hitaeiningar til að halda á sér hita.

Hrærði þessu svo vel saman og pressaði svo í stór kökumót. Gerði svo góðan hring í kökurnar miðjar og lét kólna í 2 klst.

Þegar kökurnar voru orðnar stífar tók ég snæri og þræddi í gegn og hengdi út í tré. Vonandi koma sem flestir fuglar og narta í.