Byrjaðu vikuna vel

Birtist í Hugmyndir

Mánudagur.  Það er svo auðvelt að segja með sjálfum sér “æi, enn ein vikan” eða “aftur mánudagur, úff hvað verður mikið að gera”.

Athugaðu að dagurinn í dag verður eins góður og þú vilt gera hann, úr honum verður það sem þú setur í hann.

 

  • Hlustaðu á tónlist sem þér finnst skemmtileg, taktu sporið þegar þú burstar tennurnar og brostu í spegilinn.
  • Góður morgunmatur. Byrjaðu vinnuvikuna og vinnudaginn á góðum morgunmat. Til að skila vinnu á fullri orku þarftu eldsneyti.
  • Sýndu fólkinu í kringum þig að þú kannt að meta það. Gefðu einhverjum hrós, það kostar ekki krónu en er dásamleg lítil gjöf af orku til þess sem hlýtur.
  • Ekki ákveða að dagurinn í dag verði nokkuð öðruvísi en fullur af tækifærum.
  • Mundu hvað skiptir mestu máli því að þúsund hlutir munu slást um athygli þína í dag.

Gangi þér vel og njóttu dagsins.