Andaðu

Birtist í Allskonar, Góð ráð, Hugmyndir

Okkur finnst flestum gaman að þenja aðeins taugarnar, gera aðeins meira en í gær, jafnvel aðeins meira en við erum fær um.

Stundum er samt nauðsynlegt að taka sér smá pásu, hlaða batteríin og anda.

Skrifaðu niður það sem þú ert þakklát/ur fyrir, þetta þarf ekki að vera hefðbundinn listi heldur frekar hvað það er sem gleður þig.

Taktu pásu frá neikvæðni. Taktu þér frí í dag frá fólkinu sem er neikvætt, meira að segja fjölskyldumeðlimum eða vinum. Þú getur alveg hringt í þau á morgun.

Eigðu tæknilausan klukkutíma. Slökktu á símanum, settu iPadinn ofan í skúffu, slökktu á sjónvarpi/útvarpi.

Gerðu bara eitt í einu. Hættu að multi-taska allan tímann, þó ekki verði nema bara í dag, þú þarft ekki að vera eins og kolkrabbi alla daga.

Farðu fallega leið í vinnuna. -þó að það taki lengri tíma.