10 atriði sem taka enga stund

Birtist í Hugmyndir

Við þurfum öll að gera þúsundir lítilla hluta yfir daginn og stundum eigum við til að mikla fyrir okkur verkefnin.

Hér kemur listi yfir 10 hluti sem allir þurfa að gera, en við eigum til að fresta eða gleyma. Taktu þér 1 mínútu 10 sinnum í dag og vittu til - þetta var bara skemmtilegt.

Svo má gera atriði 10 miklu oftar en einu sinni!

  1. farðu í gegnum grænmetisskúffuna í ísskápnum
  2. pússaðu einn spegil eða rúðu
  3. sópaðu forstofuna
  4. farðu með óhreina tauið í þvottakörfuna
  5. taktu til í veskinu þínu
  6. þrífðu klósettið eða sturtuna
  7. farðu út með ruslið
  8. settu farsímann þinn í hleðslu
  9. þurrkaðu af eldhúsborðinu
  10. knúsaðu einhvern