Um rauðrófur

Birtist í Allskonar, Góð ráð, Grænmeti

Rauðrófan (Beta vulgaris)

   • Læknar timburmenn: Beta Cyanin er litarefnið í rauðrófum. Það er líka andoxunarefni og hjálpar lifrinni að losa sig við eiturefni ásamt því að hafa góð áhrif á kólesteról
   • Náttúrulegt Víagra: Á tímum Rómverja var trúað að rauðrófan hefði kynörvandi áhrif. Í rauðrófum er mikið magn bórons, sem tengist framleiðslu líkamans á kynhormónum beint
   • Andfýlubani: Forngrikkir borðuðu rauðrófur til að eyða hvítlaukslykt eftir máltíðir
   • Fyrir hárið: Frá 15. öld var rauðrófusafi notaður til að lita hár, og textíl. Það er talið að ef þú sýður rauðrófu og nuddar soðinu í hársvörðinn á hverju kvöldi þá getir þú losnað við flösu
   • Þyngsta rauðrófa heims var 23.4kg (árið 2001, Bretland)
   • Rauðrófuát lækkar blóðþrýsting og minnkar líkurnar á hjartaáfalli. Í rauðrófunum er mikið magn nítrata og rannsóknir sýna að með því að drekka 250ml af rauðrófusafa eða borða 1-2 rauðrófur er hægt að minnka líkurnar á hjartasjúkdómum
   • Rauðrófur eru stappfullar af fólínsýrum sem eru góðar fyrir húðina, nauðsynlegar ófrískum konum til að stuðla að heilbrigðum vexti fósturs og ákaflega mikilvægar fyrir heilbrigði tauga og eðlilegrar framleiðslu rauðra blóðkorna
   • Þú getur minnkað líkurnar á beinþynningu með því að borða rauðrófur
   • Rauðrófan er nærri fitulaus (0.1gr í 100gr) og kaloríugrönn (38 kcal í 100gr) og er frábær til að viðhalda jafnvægi í blóðsykri
   • Í rauðrófunni er fullt af járni (7% af ráðlögðum dagskammti) og því er hún frábær við blóðleysi og þreytu
   • Rauðrófur má sjóða, borða hráar, súrsa og sjóða niður, baka og steikja, rífa og mauka. Gefðu hugmyndafluginu lausan tauminn
   • Rauðrófur eru ódýr og góður matur