Allskonar álegg

Oft lendir fólk í vandræðum með að velja sér álegg á brauð, þegar ákveðið er að láta unnar kjötvörur eiga sig. Einnig eru margir sem vilja prófa að sleppa mjólkurvörum, ýmissa hluta vegna. Þá hverfa allir ostar af matseðlinum og vandast þá málin til muna.

Flestir geta þó fundið sér eitthvað við hæfi í þessum hugmyndabanka sem fer hér á eftir:

 • Smjör-þetta gamla góða, þolist jafnvel vel þó mjólkuróþol sé fyrir hendi
 • Kókossmjör
 • Kaldhreinsað ólífusmjör/sólblómasmjör
 • Egg
 • Geitaostur/kindaostur
 • Jurtakæfa (jafnvel án gers - fæst í heilsubúðum)
 • Lambakæfa
 • Túnfiskur
 • Lax/silungur (helst villtur fiskur)
 • Gúrkur og Tómatar
 • Kál (því grænna-því betra)
 • Avokado eða avocadomauk
 • Annað grænmeti sem ykkur dettur í hug
 • Afgangar af grilluðum kjúkling/kalkún/íslensku lambakjöti
 • Hummus/Baunakæfa/Tofukæfa
 • Möndlusmjör/Hnetusmjör
 • Lífrænt eða heimagert majones
 • Pestó (gott með engum aukaefnum, úr gæða hráefni. Helst heimalagað eða úr heilsubúðum)
 • Sólþurkaðir tómatar
 • Sulta, sem er ekki með viðbættum hvítum sykri (helst lífrænt ræktuð eða heimalöguð)

Með heilsukveðju, Inga

Smelltu hér til að hitta Ingu Næringarþerapista á Facebook

Photo credit: nettsu / Foter.com / CC BY-NC-ND