Allskonar Sykur

Í dag er algjör óþarfi að nota hvítan sykur og enginn þarf á honum að halda. Það er til mikið úrval náttúrulegrar sætu sem hægt er að nota í staðinn og þá gildir einu hvers konar matargerð um ræðir.

Það er til dæmis hægt að nota hrásykur, hunang, gott sýróp t.d agave, pálmasykur, stevíu eða þurrkaða ávexti.

Hrásykurinn inniheldur næringu, vítamín og steinefni, sem aftur á móti er búið að hreinsa úr hvíta sykrinum þannig að eftir standa bara tómar gagnslausar hitaeiningar. Líkamanum líkar þar af leiðandi betur við hrásykurinn.

Gott hunang er dásamlegt í bakstur og matargerð og margir hafa komist upp á lag með að nota það.

Sýróp unnið úr korni, ávöxtum og slíku er líka skemmtilegur kostur í stað hvíta sykursins. Agave sýróp er aftur á móti unnið úr kaktusplöntu og hefur lægri sykurstuðul en margur annar sykur.

Pálmasykurinn er nýr á markaðnum, unnin úr hinum fögru pálmatrjám. Hann er einstaklega bragðgóður og minnir á karamellu. Hann hefur líka lægri sykurstuðul en flestur annar sykur.

Stevía er snilld. Þetta er jurt (hálfgert gras) sem er uþb 300x sætari en venjulegur sykur. Það er nú hægt að fá hana í dufti og dropum og hún hentar vel í bakstur og drykki. Hún hentar öllum, líka sykursjúkum þar sem hún hefur ekki áhrif á blóðsykur.

Þeir sem vilja svo ganga enn lengra geta notað þurrkaða og ferska ávexti, sem eru dásamlega sætir-náttúrulega.

 

Með heilsukveðju, Inga

Smelltu hér til að hitta Ingu Næringarþerapista á Facebook