Margir hafa óþol fyrir glúteni og það getur lýst sér á margvíslegan hátt.

Meðal einkenna eru:
Niðurgangur, harðlífi, magakrampar, uppþemba, bjúgur, kláði í húð, bólgur, aukakíló o.fl.

Þetta eru þó oft lúmsk einkenni og oft á tíðum er eina ráðið að prófa að sleppa öllu glúteni í nokkrar vikur og athuga hvort líðanin breytist til batnaðar.
Þarna er ég þó ekki að tala um glúten ofnæmi sem er annað og enn alvarlegra mál.
Korntegundir sem innihalda glúten eru:
Hveiti
Rúgur
Hafrar
Spelt
Bygg

Margir (alls ekki allir) sem hafa glútenóþol virðast þó þola spelt að einhverju magni vegna þess að glútenið í speltinu er öðruvísi að byggingu en í öðru korni.

Glútenlausar kornvörur eru:
Bókhveiti
Hirsi
Quinoa
Hrísgrjón
Maís
Amaranth
Það er einnig hægt að fá glútenlaust haframjöl.

Á markaðnum eru ýmsar vörur sem eru glútenlausar ( brauð, kex, kökur, pasta) og flestir geta fundi eitthvað við sitt hæfi. Einnig er auðvelt að baka sér glútenlausa klatta og pönnubrauð, en málin verða þó ögn flóknari þegar kemur að því að baka hefðbundin brauð. Þau lyfta sé ekki að sama skapi og brauð úr mjöli sem inniheldur glúten. Það er urmull af uppskriftum á netinu og um að gera að finna þær og prófa sig áfram.
Gangi ykkur vel!

Með kveðju, Inga

Hér getur þú heimsótt Ingu næringarþerapista á Facebook síðunna hennar