Print Friendly, PDF & Email

Þetta sýróp er alveg frábært að eiga í krukku inni í ísskáp. Það er hægt að setja það út í ískalda mjólk (nýmjólk, kókosmjólk, möndlumjólk) með smá klaka – og jafnvel skutla eins og einu skoti af espresso með.

Sýrópið geymist í 4-5 daga í lokaðri krukku inni í ísskáp. Uppskriftin er fyrir um 2 dl af sýrópi.

Súkkulaðisýróp

  • 1 plata dökkt súkkulaði
  • 3 msk kakóduft
  • 2 msk hrásykur
  • 2 tsk sjávarsalt
  • 1.5 dl vatn

Settu allt saman í pott og láttu suðuna koma upp. Hrærðu vel í og slökktu undir pottinum. Það þarf rétt hita til að bræða súkkulaðið (ég nota Konsúm) og sykurinn saman.

Prófaðu:
út á ís eða ískalda jógúrt
2 msk í glas með kókosmjólk, espressoskoti og klaka
yfir vöfflur yfir grillaðan banana eða ananas
yfir ávaxtasalat
út á morgunkornið
út í uppáhalds mjólkina þína
-eða bara á allt sem þér dettur í hug!