Print Friendly, PDF & Email

Steiktar gæsabringur f4

 • 2 stórar gæsabringur
 • 2 msk smjör
 • salt og pipar
 • 1 tsk blóðberg eða timian
 • SÓSA
 • 1 msk ólífuolía
 • 2 rauð chili, fræhreinsuð og fínsöxuð
 • 3 hvítlauksrif, fínsöxuð
 • 1.5 dl vatn
 • 300gr frosin hindber
 • 5 msk hvítvínsedik
 • 1/2 tsk salt
 • 90 gr hrásykur
 • safi úr 1 appelsínu
 • 5 tsk sojasósa

Undirbúningur: 10 mínútur

Eldunartími: 40 mínútur

Settu ólífuolíuna í pönnu og steiktu hvítlauk og chili á vægum hita í um 5 mínútur. Bættu þá við vatninu, safanum úr appelsínunni, sojasósunni og edikinu. Láttu malla í 3-4 mínútur og hrærðu vel á meðan.

Bættu nú hindberjunum í sósuna og láttu sjóða í 3-4 mínútur eða þar til berin eru mjúk. Settu þá sykurinn út í sósuna og hrærðu vel.

Láttu sjóða niður á lágum hita í 15 mínútur þar til sósan fer að þykkna.

Hitaðu ofninn í 200°C.

Settu smjörið í stóra pönnu, kryddaðu bringurnar með salti, pipar og blóðbergi eða timian og steiktu í smjörinu í 5 mínútur á annarri hliðinni. Snúðu nú við bringunum og steiktu þær í 1-2 mínútur á hinni hliðinni.

Færðu yfir í eldfast mót og steiktu í ofni í 8-12 mínútur(fer eftir þykktinni á bringunum).

Taktu kjötið út úr ofninum og láttu það hvíla/standa í 5 mínútur áður en þú skerð það til að missa ekki úr því safann.

Berðu fram með kartöflugratíni, góðu fersku salati og því grænmeti sem þér finnst gott.

Við mælum með að drekka Tommasi Poggio al Tufo Rompicollo rauðvín með gæsinni til að fullkomna máltíðina.