Spænsk kartöflukaka er fljótlegur og góður kvöldmatur – og bragðast dásamlega köld líka.
Kartöflukaka og tómatsalsa fyrir 4
- Kartöflutortilla
- 1 dl ólífuolía
- 800gr kartöflur
- 1 laukur, fínsaxaður
- 5 egg
- salt og pipar
- Tómatsalsa
- 2 tómatar, þroskaðir
- 1 rautt chili, lítið
- 1 skallottulaukur
- safi úr 1 lime
- 1 msk ólífuolía
- hnífsoddur cumin, malað
- hnífsoddur reykt paprikuduft
- 1 msk balsamedik
Undirbúningur: 25 mínútur
Eldunartími: 25 mínútur
Hitaðu olíuna í stórri steikarpönnu. Þetta er nokkuð magn af olíu en þú ætlar að hálf djúpsteikja kartöflurnar. Flysjaðu kartöflurnar og skerðu í litla bita, settu í olíuna og steiktu á háum hita í 1 mínútu, lækkaðu þar næst hitann og steiktu á meðalhita í 5-7 mínútur, eða þar til kartöflubitarnir eru mjúkir inn að miðju. Prófaðu þetta með því að stinga gaffli í kartöflubita.
Taktu kartöflurnar úr pönnunni og settu í skál. Stráðu smá salti yfir.
Sláðu saman eggjunum og helltu yfir kartöflurnar í skálinni. Blandaðu vel saman og kryddaðu með smá salti og pipar.
Helltu eggjablöndunni með kartöflunum yfir í heita steikarpönnuna, hristu aðeins til í henni svo að blandan jafnist vel um pönnuna, lækkaðu hitann.
Það tekur um 4 mínútur fyrir eggin að byrja að eldast, þegar þú sérð að eggið fer að stífna ofan á kartöflunum þá rennirðu kartöflukökunni yfir á stóran disk, snýrð pönnunni á hvolf yfir diskinn og snýrð ákveðið.
Diskur upp, panna niður!
Nú steikirðu hina hliðina á kökunni. Það ætti að taka um 3-4 mínútur.
Slökktu þá undir pönnunni og búðu til tómatsalsað.
Til að útbúa tómatsalsa þá saxarðu tómatana, chili og laukinn og blandar öllum hráefnunum saman í skál, kryddar til með salti og pipar og lætur standa í 5 mínútur.
Það er nægur tími til að leggja á borðið, koma kartöflukökunni á fínan og góðan disk eða bretti og ná heimilisfólki við matarborðið.
Berðu fram í sneiðum með tómatsalsa ofan á og fersku salati.