Print Friendly, PDF & Email

Byggpottréttur fyrir 4

 • 3 dl bankabygg
 • 2 hvítlauksrif, söxuð
 • 1.2 L grænmetissoð
 • 2 tsk olía
 • 1 tsk smjör
 • 1 laukur, fínsaxaður
 • 1/2 tsk sjávarsalt
 • 1/4 tsk chiliflögur
 • 2 fennel, saxaðir
 • 6 gulrætur, grófsaxaðar eða rifnar
 • 2 dl hvítvín
 • steinselja
 • fetaostur, mulinn

Undirbúningur: 30 mínútur

Eldunartími: 45 mínútur

Búðu til soð og settu í pott, settu nú bankabyggið og helminginn af hvítlauknum út í og láttu liggja í soðinu í 30 mínútur.

Kveiktu undir pottinum og sjóddu byggið í 25-30 mínútur eða þar til það er orðið mjúkt.

Á meðan hitarðu olíu og smjör í stórum potti, steikir lauk, afganginn af hvítlauknum, salt og pipar þar til laukurinn fer að mýkjast, eða í 3-4 mínútur. Bættu nú fennel og gulrótum saman við og steiktu í 3 mínútur. Settu lokið á pottinn og láttu malla í 3-4 mínútur í viðbót.

Bættu nú víninu út í og láttu sjóða í opnum pottinum, fylgdust með bankabygginu. Þegar byggið er soðið þá síarðu það frá grænmetissoðinu og setur út í hinn pottinn, með gulrótunum og lætur malla í 3-5 mínútur.
Stráðu saxaðri steinselju og muldum feta osti yfir.