Print Friendly, PDF & Email

Þessi fiskiréttur sækir innblástur í matarhefð Yemen, þrátt fyrir að vera fullur af kryddi þá er hann ekki brennandi sterkur heldur með mikið og flókið bragð. Gott er að bera þennan rétt fram með kúskús eða hrísgrjónum og/ eða flatkökum.

Þú getur notað hvaða hvíta fisk sem er í þessa uppskrift.

Samak sanuna f. 2-3

 • 3 msk olía
 • 1-2 laukar, saxaðir
 • 2 hvítlauksrif, söxuð
 • 2.5cm biti ferskur engifer, saxaður
 • 1 dós niðursoðnir tómatar
 • 4 msk tómatpúrra
 • 3 tsk túmerik
 • 1 1/2 tsk cumin, malað
 • 2 tsk svartur pipar, malaður
 • 1 1/2 tsk negull, malaður
 • 1 1/2 tsk kardimommur, malaðar
 • 2 dl vatn
 • salt
 • ferskur kóríander
 • 500gr fiskur, skorinn í bita

Undirbúningstími: 10 mínútur

Eldunartími: 20 mínútur

Hitaðu olíu í stórum potti, steiktu laukinn þar til hann verður gullinbrúnn. Bættu nú við hvítlauk, engifer og tómatpúrru. Steiktu í 2-3 mínútur.

Bættu þá við túrmerik, cumin, svörtum pipar, negul og malaðri kardimommu. Steiktu í um mínútu eða þar til kryddið fer að ilma.

Settu nú 1 dós af tómötum út í pottinn og vatnið með smávegis salti, láttu suðuna koma upp og settu þá fiskibitana varlega út í. Settu lokið á og sjóddu í 6-8 mínútur ef þú notar nýjan fisk / 12-15 mínútur ef fiskurinn var frosinn.

Saxaðu smá ferskan kóríander og stráðu yfir áður en þú berð fram.