Print Friendly, PDF & Email

Í þessa uppskrift þarf niðursoðna mjólk.Hana getur þú búið til á einfaldan hátt ef þú finnur ekki slíka úti í búð.

6 dl mjólk og 4dl sykur eru soðin á mjög hægum hita þar til fer að þykkna, eða um klukkustund. Verður þykkt og karamellulegt.

Þetta magn á að duga í uppskriftina.

Sældarbitar

 • Kex
 • 150gr hveiti
 • 3 msk púðursykur
 • 1/4 tsk salt
 • 100gr smjör, í teningum
 • 1 msk ískalt vatn
 • 1 eggjarauða
 • Fylling
 • 3 dl niðursoðin mjólk
 • 3 msk púðursykur
 • 70 gr smjör, í bitum
 • 2 msk sýróp
 • 1 tsk vanilludropar
  • 3 msk kókosflögur
  • 6-8 döðlur, í bitum
 • 1 plata dökkt súkkulaði
 • 3 msk rjómi

Undirbúningstími: 25 mínútur

Baksturstími:  30 mínútur

Kólnun: 60 mínútur

Hitaðu ofninn í 160°C.

Smurðu eldfast ferkantað mót að innan og settu bökunarpappír í það. (25-27cm)

Blandaðu saman hveiti, sykri og salti í matvinnsluvél. Bættu við smjöri og blandaðu með hnífnum í matvinnsluvélinni þar til þetta líkist grófri brauðmylsnu. Bættu þá við eggjarauðunni og vatninu. Blandaðu saman þar til blandan fer í klump.

Taktu nú deigið og þrýstu jafnt og vel í eldfasta mótið, pikkaðu deigið með gaffli út um allt.

Bakaðu í 15-25 mínútur eða þar til kexið er gullinbrúnt á lit. Ef koma bólur á deigið þá þarftu að stinga á þær með gaffli.

Láttu kólna alveg.

Taktu nú til við að gera fyllinguna.

Þeyttu saman  í potti á meðalhita niðursoðinni mjólk, púðursykri, smjöri, sýrópi og vanilludropum. Hrærðu vel þar til sykurinn leysist upp og smjörið bráðnar. Láttu nú sjóða á meðan þú þeytir stanslaust í 5-6 mínútur.

Helltu karamellunni yfir kexbotninn.

Settu kókosflögur og döðlur yfir karamelluna.

Láttu kólna í 15-20 mínútur.

Á meðan gerir þú súkkulaðið, settu í vatnsbað súkkulaði og rjómann og láttu bráðna. Þú getur líka notað örbylgjuofn.

Smurðu súkkulaðinu yfir karamelluna.

Láttu kólna vel áður en þú losar úr mótinu og skerð í bita.