Print Friendly, PDF & Email

Þetta pickle sækir bragðið í pakistanska matargerð, einfalt en bragðmikið og passar vel með grænmetis- og baunaréttum.

Það sem er frábært við þessa uppskrift er að þetta kostar lítið sem ekkert en er alveg meiriháttar að eiga til að bera fram með mat og koma fólki á óvart, svo má nota í þetta íslenskt grænmeti.

Þetta pickle má líka borða strax, það þarf ekki að lagerast í einhvern tíma fyrir átu, og því fljótlegt að búa til þegar þig langar í.

Blómkáls- og rófupickle

 • 3msk hrásykur
 • 150ml eplaedik
 • 100ml olía (ólífu, hnetu eða repju)
 • 1 hvítlauksrif, marið
 • 1 tsk rifin engiferrót
 • 200gr blómkál, tekið í sundur
 • 3 gulrætur, í bitum
 • 100gr gulrófur í bitum
 • 2msk brún sinnepsfræ, möluð
 • 1msk salt
 • 1/2 tsk chili duft
 • 1tsk paprikuduft
 • 1/2tsk garam masala

 

Undirbúningstími: 30 mínútur

Eldunartími: 15 mínútur

 

Settu sykur og edik í pott á lágan hita og hrærðu vel í á meðan að sykurinn leysist upp, þá má slökkva undir pottinum.

Helltu olíunni í stóra pönnu á meðalhita og steiktu hvítlaukinn og engiferinn í hálfa mínútu þegar olían er orðin heit. Bættu þá á pönnuna blómkálinu, gulrótunum og rófunum og hrærðu vel svo að grænmetið verði þakið í olíu. Lækkaðu undir pönnunni og settu kryddið yfir og blandaðu vel saman. Því næst hellirðu ediks-sykurblöndunni yfir og hrærir vel.

Taktu pönnuna af hitanum og leyfðu öllu að kólna.

Þetta er sett í stóra krukku (1-2 krukkur) og ediki og olíunni úr pönnunni hellt yfir.

Það er hægt að borða þetta strax en þetta má geyma í ísskáp í allt að 1 mánuð.