Warning: Cannot modify header information - headers already sent by (output started at /home/allskonar/Sites/allskonar.is/allskonar/wp-content/themes/tasty/header.php:3) in /home/allskonar/Sites/allskonar.is/allskonar/wp-content/themes/tasty/header.php on line 11
allskonar.is | Rauðrófusalat með eplum
Print Friendly

 

Rauðrófusalat með eplum, möndlum og rúsínum

  • 250 gr sýrður rjómi
  • 1 msk rauðvínsedik
  • 1 msk hunang
  • 1 msk piparrót, rifin
  • 3 soðnar rauðrófur, í litlum teningum
  • 1 meðstórt rautt epli, í litlum teningum
  • handfylli möndlur og rúsínum, grófsaxað
  • salt og pipar
  • 3 msk graslaukur, saxaður

Undirbúningur: 15 mínútur

Hrærðu saman sýrðum rjóma, rauðvínsediki og hunangi þar til mjúkt og kekkjalaust. Rífðu piparrótina út í og blandaðu vel saman.
Settu nú rauðrófurnar, eplin, rúsínur og möndlur saman við og blandaðu vel.
Smakkaðu til með salti og pipar og hrærðu að lokum graslauknum saman við.

Rauðrófusalat

Rauðrófusalat