Print Friendly, PDF & Email

Rauðkál með balsamediki og fennelfræjum

 • 2 msk repjuolía
 • 1 msk fennelfræ
 • 3 skallottulaukar, sneiddir
 • 1 epli, flysjað og í litlum bitum
 • 1 lítið rauðkálshöfuð, í sneiðum eða bitum
 • 1 kanilstöng
 • 1 dl balsamedik
 • 1 msk rifsberjahlaup
 • 1 msk smjör
 • salt og pipar
 • handfylli steinselja, fínsöxuð

Undirbúningur: 15 mínútur
Eldunartími: 60 mínútur

Settu olíu í pönnu og steiktu fennelfræin í 1 mínútu í heitri olíunni þar til þau fara að ilma. Bættu þá við skallottulauknum og steiktu þar til gullinn. Þá næst seturðu eplin og rauðkálið út í og veltir við saman. Helltu nú edikinu út í ásamt rifsberjahlaupinu og kanilstönginni og hrærðu vel. Láttu malla undir loki við lágan hita í 45 mínútur. Hrærðu annað slagið.
Þegar kemur að því að bera fram þá hrærirðu smjöri saman við, smakkar til með salti og pipar og stráir steinseljunni yfir.

Rauðkál með balsamediki og fennelfræjum

Rauðkál með balsamediki og fennelfræjum