Warning: Cannot modify header information - headers already sent by (output started at /home/allskonar/Sites/allskonar.is/allskonar/wp-content/themes/tasty/header.php:3) in /home/allskonar/Sites/allskonar.is/allskonar/wp-content/themes/tasty/header.php on line 11
allskonar.is | Piragi bollur
Print Friendly

Þessar bollur passa afar vel með grænmetissúpum, tærum eða rjómalöguðum, eggjakökum eða grænmetisréttum. Upprunalega koma þessar bollur frá löndunum við Eystrasalt og voru þar borðaðar algerlega til spari á tyllidögum og hátíðum.
Þessi uppskrift er fyrir 16 bollur en það er sniðugt að tvöfalda hana og frysta helminginn til að eiga seinna.

Piragi bollur

  • 250 gr hveiti
  • 1/2 tsk salt
  • 3 tsk þurrger
  • 1 tsk sykur
  • 150ml mjólk
  • 2 msk ólífuolía
  • 1 msk smjör
  • 100gr beikon
  • 2 skallottulaukar
  • salt og pipar

Undirbúningstími: 15 mínútur

Deigið hefast: 45 mínútur

Baksturstími: 15 mínútur

Settu hveiti, salt og sykur í skál. Hitaðu mjólkina í potti, þegar hún er orðin volg þá tekurðu pottinn af hellunni, hrærir sykrinum og gerinu hratt saman við og hellir í hveitiblönduna. Hrærðu lauslega saman og bættu svo ólífuolíunni við. Hnoðaðu vel í um 5 mínútur og settu svo í skál og viskustykki yfir og láttu hefast á hlýjum stað í 45 mínútur.

Á meðan steikirðu beikonið og laukinn í smjörinu á pönnu. Skerðu beikonið í litla bita og laukinn í þunnar sneiðar. Láttu kólna.

Þegar deigið er tilbúið hitarðu ofninn í 220°C.

Sláðu niður deigið og hnoðaðu létt, skiptu því í 16 hluta.
Taktu hvern hluta og búðu til litla pönnuköku úr honum, settu þar á 1 tsk af beikon/laukblöndunni, lokaðu og hnoðaðu í litla bollu og settu síðan á bökunarpappír á ofnskúffu. Þegar þú ert búin/n að hnoða allar bollurnar þá geturðu sett þær beint inn í ofninn, eða penslað með vatni/mjólk/eggjarauðu ef þú vilt.

Bakaðu í miðjum ofni í 15 mínútur eða þar til bollurnar eru gullinbrúnar.