Warning: Cannot modify header information - headers already sent by (output started at /home/allskonar/Sites/allskonar.is/allskonar/wp-content/themes/tasty/header.php:3) in /home/allskonar/Sites/allskonar.is/allskonar/wp-content/themes/tasty/header.php on line 11
allskonar.is | Paprikuhlaup
Print Friendly

Þetta hlaup er alveg meiriháttar með ostum og þú stjórnar hversu sterkt þú vilt hafa það með magninu af chilipipar.

Fyrir milt hlaup sem passar öllum þá notarðu 2+2 af rauðum og grænum. Ef þú vilt hafa hlaupið rífandi sterkt þá notarðu 5+5.

Paprikuhlaup

  • 2 rauðar papríkur, fínsaxaðar
  • 2 grænar paprikur, fínsaxaðar
  • 4 græn chili, fræhreinsuð og fínsöxuð
  • 4 rauð chili, fræhreinsuð og fínsöxuð
  • 250ml eplaedik
  • 1 bréf gult melatin
  • klípa af smjöri
  • 500gr sykur

Undirbúningur: 20 mínútur

Suðutími: 15 mínútur

Fínsaxaðu paprikurnar og chiliin mjög vel. Settu í pott ásamt edikinu og smá smjöri. Smjörið er til að minnka froðumyndun.

Láttu sjóða á háum hita í 2-3 mínútur. Hrærðu þá melatininu út í og láttu sjóða í 1 mínútu.

Bættu sykrinum út í og láttu sjóða í 10 mínútur. Hrærðu annað slagið.

Settu í sótthreinsaðar/hitaðar krukkur og skrúfaðu lokin vel á.

Geymist í ísskáp í 3-4 mánuði.