Print Friendly, PDF & Email

Þetta hlaup er alveg meiriháttar með ostum og þú stjórnar hversu sterkt þú vilt hafa það með magninu af chilipipar.

Fyrir milt hlaup sem passar öllum þá notarðu 2+2 af rauðum og grænum. Ef þú vilt hafa hlaupið rífandi sterkt þá notarðu 5+5.

Paprikuhlaup

  • 2 rauðar papríkur, fínsaxaðar
  • 2 grænar paprikur, fínsaxaðar
  • 4 græn chili, fræhreinsuð og fínsöxuð
  • 4 rauð chili, fræhreinsuð og fínsöxuð
  • 250ml eplaedik
  • 1 bréf gult melatin
  • klípa af smjöri
  • 500gr sykur

Undirbúningur: 20 mínútur

Suðutími: 15 mínútur

Fínsaxaðu paprikurnar og chiliin mjög vel. Settu í pott ásamt edikinu og smá smjöri. Smjörið er til að minnka froðumyndun.

Láttu sjóða á háum hita í 2-3 mínútur. Hrærðu þá melatininu út í og láttu sjóða í 1 mínútu.

Bættu sykrinum út í og láttu sjóða í 10 mínútur. Hrærðu annað slagið.

Settu í sótthreinsaðar/hitaðar krukkur og skrúfaðu lokin vel á.

Geymist í ísskáp í 3-4 mánuði.