Print Friendly, PDF & Email

Þessar bollur eru frábærar sem eftirréttur, með ís eða einar sér. Þú getur stráð yfir þær flórsykri eða útbúið smá sítrónuglassúr og sett yfir.
Uppskriftin er fyrir um 25 stykki.

Ostakökubollur

  • 500ml repjuolía
  • 125 gr hveiti
  • 2 tsk lyftiduft
  • 1 sítróna, börkur
  • 1/2 tsk salt
  • 180gr rjómaostur
  • 2 egg
  • 1 tsk vanilludropar
  • 50gr sykur

Undirbúningur: 10 mínútur

Steikingartími: 10 mínútur

Útbúðu deigið í bollurnar.

Hrærðu saman í stórri skál hveiti, lyftidufti, sítrónuberkinum og saltinu.

Í annarri skál hrærirðu saman rjómaostinum, eggjunum, vanilludropunum og sykrinum þar til áferðin er orðin mjúk og kekkjalaus. Blandaðu nú þurrefnunum saman við ostablönduna.

Hitaðu olíuna í potti. Þegar hún er orðin nægilega heit þá læturðu um 1 tsk af deiginu detta út í olíuna í einu og steikir bollurnar þar til þær eru gullnar. Þú þarft að steikja deigið í nokkrum lotum.
Þegar bollurnar eru fullsteiktar færirðu þær á disk með eldhúspappír á til að olían renni af þeim.

Berðu fram einar sér, með ís, með smá flórsykri eða glassúr yfir. Þú getur líka rifið smá sítrónubörk yfir þær.