Print Friendly, PDF & Email

Ef þú hefur prófað að gera heimatilbúið majones þá áttu væntanlega 2 eggjahvítur afgangs. Það er sniðugt að búa til marens úr þeim, þessi uppskrift er af nammikökum sem eru góðar með kaffibollanum, æðislegar muldar út á ís eða ávexti.

 

Nammibitar

  • 2 eggjahvítur
  • 80 gr hrásykur
  • 2 msk súkkulaði, saxað
  • 2 msk rúsínur, saxaðar
  • lúkufylli morgunkorn (múslí, byggkorn, granóla)

 

Þeyttu eggjahvíturnar og sykurinn svo verði stíft og glansandi. Blandaðu þá varlega rúsínum, súkkulaði og morgunkorni saman við.

Settu með skeið á bökunarpappír og bakaðu í 140°C heitum ofni í 40-45 mínútur.